Blog Layout

Götuganga Akureyrar 12. október

Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.

 

Gönguleið

Gengið verður í suðurátt frá Hofi og snúið við þegar leiðin er hálfnuð og gengið til baka. Brautarverðir verða á leiðinni til að leiðbeina þátttakendum og hvetja þá til dáða.
Rásmark er á göngustígnum rétt sunnan við Hof, og þar er einnig endamarkið.
Gönguleiðin er 4,7 km, hún liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof, beygt til austurs við gatnamótin á móts við Leirunesti og nýi göngustígurinn genginn langleiðina að brúnni, þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.

 

Tímataka

Tími allra þátttakenda sem verða með númer sýnileg framan á sér verður skráður og birtur hér á síðunni skömmu eftir götugönguna. Ef einhverjir vilja ekki að mældur sé tími er einfalt að geyma númerið í vasa eða á baki í stað þess að hafa það að framan.

 

Verðlaun

Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út og hljóta verðlaun.

 

Skráning og keppnisnúmer
Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 23 föstudaginn 11. október, til að eiga möguleika á útdráttarvinningi. Sækja þarf keppnisnúmer í Hof á götugöngudag (12.okt) kl. 10-12. Göngugarpar verða svo beðnir um að skila númeri að göngu lokinni svo endurnýta megi þau.

Athugið að allir sem vilja fá tíma sinn skráðan verða að vera með keppnisnúmer framan á sér þegar þeir koma í mark.


Skráningarsíðan er hér


Úrslit frá fyrra ári eru hér
Endilega látið vita ef þið teljið að við höfum farið mannavilt, ef einhvern vantar á listann, eða ef einhver vill vera tekinn af listanum, með því að senda tölvupóst á ufa@ufa.is

 

 


By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 23, 2024
Hér má sjá yfirlit yfir viðburði sem eru á dagskrá í hverfum Austurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar meða á íþróttaviku evrópu stendur 23. - 30. september.
More Posts
Share by: