Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
Gönguleið
Gengið verður í suðurátt frá Hofi og snúið við þegar leiðin er hálfnuð og gengið til baka. Brautarverðir verða á leiðinni til að leiðbeina þátttakendum og hvetja þá til dáða.
Rásmark er á göngustígnum rétt sunnan við Hof, og þar er einnig endamarkið.
Gönguleiðin er 4,7 km, hún liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof, beygt til austurs við gatnamótin á móts við Leirunesti og nýi göngustígurinn genginn langleiðina að brúnni, þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.
Tímataka
Tími allra þátttakenda sem verða með númer sýnileg framan á sér verður skráður og birtur hér á síðunni skömmu eftir götugönguna. Ef einhverjir vilja ekki að mældur sé tími er einfalt að geyma númerið í vasa eða á baki í stað þess að hafa það að framan.
Verðlaun
Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út og hljóta verðlaun.
Skráning og keppnisnúmer
Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 23 föstudaginn 11. október, til að eiga möguleika á útdráttarvinningi. Sækja þarf keppnisnúmer í Hof á götugöngudag (12.okt) kl. 10-12. Göngugarpar verða svo beðnir um að skila númeri að göngu lokinni svo endurnýta megi þau.
Athugið að allir sem vilja fá tíma sinn skráðan verða að vera með keppnisnúmer framan á sér þegar þeir koma í mark.
Úrslit
frá fyrra ári eru hér
Endilega látið vita ef þið teljið að við höfum farið mannavilt, ef einhvern vantar á listann, eða ef einhver vill vera tekinn af listanum, með því að senda tölvupóst á ufa@ufa.is