Blog Layout

Íþróttavika Evrópu kláraðist formlega í gær


 Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA. Til þess að góður árangur náist í íþróttum þurfa margir þættir að spila saman en hollt mataræði, næg vatnsdrykkja og reglulegar máltíðir yfir daginn er jafn mikilvægt samspil og æfingarnar sjálfar og nægur svefn. Oft vefst þetta fyrir íþróttafólki og því fengum við Birnu Varðardóttur í lið með okkur sem hélt tvo fyrirlestra, annars vegar fyrir ungt íþróttafólk og hins vegar fyrir foreldra og fengum nokkur ráð sem hægt er að nýta. Birna hefur rannsakað næringarástand íþróttafólks og tengdar áskoranir í fjölda ára. Birna er í doktorsnámi og er einmitt að fara að verja verkefni sitt í næstu viku, hún er með Bsc í næringarfræði og MS í íþróttanæringarfræði og hreyfivísindum. Hún heldur úti Instagram síðunni "Sportbitarnir". 

Mætingin var framar vonum en við troðfylltum hátíðarsal Háskólans þegar rúmlega 200 ungmenni mættu til að hlusta og fræðast og síðan mættu um 130 foreldrar í kjölfarið. Greinilega þarft málefni að taka fyrir. 

Við hjá ÍBA þökkum öllum fyrir komuna á fyrirlesturinn, Birnu fyrir frábæra fræðslu, öllum aðildarfélögunum okkar fyrir að taka þátt í Íþróttavikunni með okkur og halda viðburði víða um bæinn og öllum þeim sem mættu og nýttu sér það að hreyfa sig með okkur. 

Hér má sjá fréttina

By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 23, 2024
Hér má sjá yfirlit yfir viðburði sem eru á dagskrá í hverfum Austurmiðstöðvar Reykjavíkurborgar meða á íþróttaviku evrópu stendur 23. - 30. september.
More Posts
Share by: