Snæfellsbær gerir heilsu hátt undir höfði dagana 23.-30. september og heldur heilsuviku Snæfellsbæjar í sjöunda skipti og þriðja skipti sem hluta af ÍSÍ íþróttaviku Evrópu.
Á heilsudögum er lögð áhersla á að bjóða íbúum upp á heilsutengda viðburði og kynningar sem henta öllum aldri. Fyrst og fremst er þetta kynning á þeim heilsutengdu viðburðum sem eru nú þegar í boði í Snæfellsbæ og ættu því allir að geta fundið sé viðburð bið hæfi eða sem vekur áhuga.
Íbúar eru hvattir til að mæta á viðburði, skella sér í sund, stunda útivist eða aðra hreyfingu og anda að sér fersku lofti í okkar fallega sveitarfélagi.
Athugið að frítt er á fyrirlestra.
Hér má nálgast dagskrá í góðum gæðum.

The body content of your post goes here. To edit this text, click on it and delete this default text and start typing your own or paste your own from a different source.