Það er frábært að hjóla um Höfuðborgarsvæðið. Nú tengjum við saman öll sveitarfélögin og heyrum frá fulltrúum þeirra, hversu gott það er að hjóla og njóta.
Hjólum frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ kl. 14:00
Lestin úr Hafnarfirði fer sem leið liggur í Garðabæ og stoppar á Garðatorgi. Fer þaðan 14.20 og rúllar í Hamraborg. Hjólar þaðan 14.45 og stefnir á Rafstöðina í Elliðarárdal.
Lestin af Seltjarnarnesi hjólar í Ráðhúsið. Fer þaðan 14.25 í Elliðarárdal og úr Mosó verður hjólað sem leið liggur beint í Elliðarárdalinn.
Í Elliðarárdalnum verður keppt í fyrsta skipti á Íslandi - í slönguskiptakeppni. Fulltrúum sveitarfélaganna er boðinn þátttökuréttur. Æsispennandi keppni í uppsiglingu.
Klukkan 4 verður klippt á borða og nýr stígur vígður og við endum daginn á að hjóla góðan hring um Elliðarárdalinn.