Spennandi vika framundan hjá Héraðssambandi Vestfirðinga
Heilsueflandi samfélag Ísafjarðarbæjar í samstarfi við HSV hafa sett saman dagskrá fjölda viðburða sem hægt verður að taka þátt í 23.-30. september. Markmið vikunnar er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu. Íþrótta- og hreyfivikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánari upplýsingar um viðburði er að finna í bækling sem hægt er að nálgast hér: https://hsv.is/.../Ithrottavika_Evropu_23-30_september_2023/
Dagskrá á ensku og pólsku má finna hér neðar.


New Paragraph