Íþróttavika Evrópu - Kópavogsbær
Kópavogsbær tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu nú í ár líkt og undanfarin ár. Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í 23.-30. september ár hvert. Í Kópavogi verður boðið upp á fjölbreyttar tegundir viðburða og hreyfingar. Áhugasöm eru hvött til þess að kynna sér fjölbreytta dagskrá.
Markmið Íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Allir viðburðirnir eru þátttakendum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig á viðburði svo hægt sé að áætla fjölda.
Mánudagur 23. september
Mudo Gym: Mobility tími fyrir fullorðna. Farið er yfir undirstöðuatriði liðleika og styrktaræfingar fyrir fólk sem vill bæta líðan og hreyfigetu í daglegu lífi.
Tímasetning: 20:00
Staðsetning: Víkurhvarf 1
Þriðjudagur 24. september
GO move Hópþjálfun: Fjölbreytt styrktar- og úthaldsþjálfun fyrir konur í æfingastöð GO move á Kársnesinu.
Tímasetning: Tvær tímasetningar 12:00 og 16:30
Staðsetning: Hafnarbraut 9A
Þriðjudagur 24. september
Fræðslu fyrirlestur í Molanum miðstöð unga fólksins: Fræðslu fyrirlesturinn ber heitið Þín hleðsla og fer Einar Örn sjúkraþjálfari yfir áhrif langvarandi álags á taugakerfið og hvernig hægt sé að vinna að forvörnum þegar kemur að álagsstjórnun. Margrét Lára sálfræðingur og íþróttafræðingur fer yfir nokkra þætti til að byggja upp andlegan styrk og auka þar með líkurnar á betri andlegri heilsu til þess að takast á við álag, erfiðleika, streitu eða mótlæti.
Tímasetning: 18:00
Staðsetning: Molanum, Hábraut 2
Fimmtudagur 26. september
GO move Yin yoga og Yoga nidra: Fyrir alla sem vilja draga úr streitu, seinna endurheimt og hlaða batteríin.
Tímasetning: 20:00
Staðsetning:Hafnarbraut 9A
Föstudagur 27 september
Mudo Gym fyrir börn 3-5 ára (með foreldrum): Æfingar sem styrkja skilning á aðstæðum, líkamsvitund en kennt í gegnum skemmtilega leiki.
Tímasetning: 17:00
Staðsetning:Víkurhvarf 1
Föstudagur 27 september
Tennishöllin: Opin tími í tennis og pickleball með kennslu.
Tímasetning: Tvær tímasetningar 18:30 og 19:30
Staðsetning: Tennishöllin, Dalsmári 13
Laugardagur 28. september
Go move - dansstyrkur: 60 mín blanda af styrktaræfingum úr jazzballet, barre, pilates, og yoga í takt við tónlist
Tímasetning: 12:00
Staðsetning:Hafnarbraut 9A
Laugardagur 28. september
Fjölskyldu zumba: Zumba tími fyrir alla fjölskylduna
Tímasetning:13:30
Staðsetning:Gullsmári 13 (félagsmiðstöð eldri borgara).
Sjá nánar á heimasíðu Kópavogsbæjar,
hér