Blog Layout

Sjóðbaðs-Zumba partý í Nauthólsvík - 23. sept. kl. 13:00

Í tilefni Íþróttaviku Evrópu höldum við í annað sinn
SJÓBAÐS-ZUMBA PARTÝ á Ylströndinni í Nauthólsvík laugardaginn 23.september klukkan 13:00.

Íþróttavika Evrópu er haldin árlega dagana 23.-30. september og er ætluð öllum, óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.
ÍSÍ vill fá sem flesta í lið með sér við að hvetja landsmenn til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi þar sem Evrópubúar sameinast undir slagorðinu 
#beactive og því ætlum við hjá Glaðari þú - sjóbaðseikjanámskeið og Dans og Jóga að sameinast og halda eitt gott SJÓBAÐS-ZUMBA partý á fyrsta degi íþróttaviku.

Allir áhugasamir eru velkomnir að koma og prufa sjóbað og dansa með okkur zumba. Við bjóðum upp á íslenskt blíðu-veður og mælum með að koma með sundföt, vaðskó eða ullarsokka og gamla strigaskó ef þú ætlar að skreppa með okkur í sjóinn. Góð leiðsögn frá Glaðari þú teyminu verður í boði.

Jói & Thea og þeirra fólk hjá Dans og jóga mun svo hita okkur upp eftir sjóbaðið með hressandi Zumba sporum sem allir geta gert.
Ekki missa af þessari gleði.


Facebook viðburður


By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: