Dagur göngunnar, 2. október

Sunnudaginn, 2 október, kl. 10:00, fer fram boðhlaupsganga um allan heim en markmiðið með göngunni er að koma boðhlaupskefli á rafrænan hátt yfir öll 24 tímabeltin. TAFISA (The Association For International Sport for All) skipuleggur verkefnið ár hvert en alls hafa milljónir manns í yfir 170 löndum tekið þátt síðan verkefnið fór fyrst af stað árið 1991.

Allir geta tekið þátt með því að velja sína uppáhalds hreyfingu (göngu, hlaup, hjól, sund, siglingar, hjólabretti, klifur o.s.frv.) og deila myndum eða myndskeiðum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #worldwalkingday.
ÍSÍ hvetur ykkur til að vekja athygli á málstað eða góðgerðarstarf að eigin vali og vera partur af alþjóðlegum viðburði.

Það er mikilvægt að huga að andlegri og líkamlegri heilsu með því að hreyfa sig reglulega. Þessi boðhlaupsganga er táknræn en á sama tíma er verið er að hvetja fólk til þess að hreyfa og sýna þannig  sameiningarmátt með því að rétta keflið áfram um allan heim.

Það er Margrét Regína Grétarsdóttir, starfsmaður Bjarts Lífstíls, sem réttir keflið fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, með hvatningu til eldri borgara um allan heim um að vera dugleg að hreyfa sig.


#worldwalkingday

#TAFISA

#beactive




By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
More Posts