Blog Layout

Heimsþing TAFISA í Slóveníu

27. Heimsþing TAFISA fór fram í Portoroz í Slóveníu dagana 7. – 12. júní sl. Í tengslum við þingið var einnig haldin ráðstefna ásamt 30 ára afmælishátíð samtakanna. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stjórnarmaður ÍSÍ og Linda Laufdal verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.

Þema fyrri þingdagsins var „Íþróttir fyrir alla í breytilegum heimi” (Sport for all in a changing world). Síðari þingdaginn tóku þingfulltrúar og gestir þátt í málstofu þar sem þrír fyrirlesarar settu fram fullyrðingar og þinggestir völdu að vera með eða á móti.

Á þinginu var Wolfgang Baumann kosinn í embætti forseta TAFISA en hann tekur við af Ju-Ho Chang sem gerður var að heiðursforseta samtakanna. Á þessu þingi var meðal annars ákveðið að:

  • jafna skyldi kynjahlutfall í stjórn TAFISA
  • næsta heimsþing TAFISA yrði haldið í Dusseldorf 2023
  • aflýsa næstu heimsleikum TAFISA sem áttu að vera í Rússlandi 2024 í ljósi aðstæðna.

Að kvöldi síðari þingdagsins var svo haldið upp á 30 ára afmæli TAFISA með táknrænum hætti.

Laugardaginn 11. júní gafst þingfulltrúum og gestum færi á að byrja daginn í fallega smábænum Piran þar sem Erasmus+ verkefnið SPACHE (Sport and Physical Activity in Cultural Heritage Environment) kynnti gamla hefðbundna íþróttaleiki sem er uppspretta menningararfs á götum Píran. Einnig voru kynntar til leiks nýrri íþróttir, svo sem frisbígolf, Tuchball, Air Badminton, ofl. 

Hér má lesa meira um 27. Heimsþing TAFISA


By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: