Blog Layout

Hreyfing eflir heilabúið

Hreyfing eflir heilabúið

Við hjólreiðar eflast ekki aðeins vöðvar líkamans heldur heilasellurnar einnig. Blóðfæðið eykst sem skilar auknu súrefni og næringarefnum bæði til vöðva og heilafrumna og sem aftur eykur starfsemi þeirra. Einnig verður taukakerfið virkara sem ýtir undir framleiðslu próteina sem auka framleiðslu nýrra heilafrumna. Fyrir vikið getur framleiðsla nýrra heilafrumna tvö- eða þrefaldast samkvæmt hinum kanadíska Brian Christie, PhD, prófessor í taugavísindum.

Bættu heilabúið

Með aldrinum minnkar heilinn og dregur úr starfseminni, því er enn mikilvægara að efla og viðhalda þessu mikilvæga líffæri og það er ekki of seint að byrja. Í tilraun þar sem sjálfboðaliðar á aldrinum 60 - 79 ára fóru að stunda hreyfingu kom í ljós að eftir aðeins þrjá mánuði hafði heilinn stækkað til samræmis við þá sem voru þremur árum yngri í samanburðarhóp sem hélt áfram sínu kyrrsetulíferni samkvæmt Arthur Kramer, PhD, prófessor í taugavísindum við University of Illinois.
Fullorðnir sem stunda hreyfinu hafa betra minni, geta betur einbeitt sér, hugarflæðið eykst og þeir eiga auðveldara með að leysa úr verkefnum en þeir sem stunda kyrrsetulíferni. En niðurstöðurnar sýndu líka að það hjálpar ekkert að ofgera sér í hreyfingunni.

Ekkert þunglyndi

Hreyfing virkar jafn vel og sálfræðimeðferð og þunglyndislyf við meðhöndlun á geðlægð, og jafnvel betur segir James Blumenthal, PhD, (professor of behavioral medicine in the department of psychiatry and behavioral sciences at Duke University in Durham, North Carolina).
Þegar farið var yfir rannsóknir síðustu 26 ára var niðurstaðan sú að hreyfing í aðeins 20 – 30 mínútur daglega hefði þau áhrif til langtíma að geta komið í veg fyrir þunglyndi.
En hjólreiðar eru ekki skyndilausn, til að ná fram fullum heilsuávinning hjólreiða þarf að stunda þær reglulega.
Greinin er tekin af heimasíðunni www.hjolreidar.is

Sjá nánar í grein bicycling.com:
http://www.bicycling.com/training-nutrition/training-fitness/your-brain-bicycling


 

By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: