Blog Layout

Hreyfing með góðum hópi er ómetanleg
Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir um allt land
 
„Við opnuðum íþróttavikuna með geggjuðu sjóbaðs-zúmbapartíi niðri í Nauthólsvík þegar það fóru líklega 50-60 manns í sjóinn og komu svo upp á ströndina og dönsuðu zúmba,“ segir Linda Laufdal, sérfræðingur á fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ, en Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stendur fyrir íþróttavikunni hérlendis með styrk frá Erasmusstyrkjakerfi Evrópusambandsins. „Það eru bara jötnar sem fara í sjóbað og koma svo beint að dansa zúmba og það var svo mikið stuð að beðið var um fleiri lög þegar tíminn var búinn,“ segir Linda.
Sveitarfélögin eru með „Það er mjög metnaðarfull dagskrá hjá sveitarfélögunum í ár fyrir íþróttavikuna, en við höfum farið þá leið að deila fjármagninu beint til sveitarfélaganna sem sjá síðan um að skipuleggja viðburði hjá sér og hægt er að skoða alla dagskrána á vefsíðunni beactive.is. Það eru einhverjir einyrkjar sem eru með viðburði, en meirihlutinn er í gegnum sveitarfélögin og það eru sautján sveitarfélög sem taka þátt í dagskránni núna í ár,“ segir Linda og bætir við að þau séu með hugmyndabanka ef sveitarfélögin vilji nýta sér það, annars sé útfærslan á viðburðum alveg á þeirra vegum. Framhaldsskólar hafa einnig tekið þessu verkefni vel og margir skólar með mjög metnaðarfulla dagskrá þessa viku.
Íþróttir fyrir alla Markmiðið með íþróttaviku Evrópu er að sporna gegn hreyfingarleysi Evrópubúa og kynna íþróttir og almenna hreyfingu og Linda segir að íþróttafélög um landið séu með kynningar á sínu starfi og opnar æfingar sem hægt er að prófa. „Það er lögð mikil áhersla á almenna hreyfingu borgaranna og að allir geti fundið sér eitthvað við hæfi, hvort heldur sem er börn eða fullorðnir, og reynt er að höfða til allra hópa samfélagsins. Inngilding er stór þáttur af íþróttavikunni sem þýðir að hugmyndin er að allir geti fundið sér stað innan íþróttahreyfingarinnar.“ Í gær var haustmót ÍSS haldið í Egilshöll og í vikunni verða alls kyns viðburðir, eins og göngur, opnir íþróttatímar fyrir 60 ára og eldri, sund og kynningarfundir. Í heilsubænum Hafnarfirði verður hamingjuganga í kvöld, vatnadjamm verður í Sundhöll Reykjavíkur á morgun og margt, margt fleira. „Það er hugmyndin á bak við íþróttavikuna að það sé eitthvað í boði fyrir alla,“ segir Linda og bendir á Héraðssamband Vestfirðinga og Ísafjarðarbæ, sem bjó til dagskrá um alla viðburðina á íslensku, pólsku og ensku. „Það er ótrúlega vel gert og frábært þegar fólk leggur sig fram um að koma skilaboðunum til allra,“ segir hún.
„Það er svo margt gott sem gerist þegar við hreyfum okkur og það hefur góð áhrif á andlega heilsu. Félagslegi þátturinn leikur líka stórt hlutverk og hreyfing með góðum hópi er ómetanleg og mikilvægast að hún sé skemmtileg.“


Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 25. september 2023 (baksíða)

New Paragraph

By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: