Blog Layout

Skautahlaup hefur verið endurvakið hér á landi eftir 43 ára pásu. Íþróttin er þekkt á heimsvísu og er vel fylgst með fremstu keppendum í heimi á Vetrarólympíuleikum.


Í dag var keppt í greininni á skautasvellinu í Egilshöll þar sem allir gátu fengið að njóta sín. Fyrst var keppt í íþróttinni hér á landi árið 1909, en á árum áður var Tjörnin rutt til að hægt væri að keppa í skautahlaup. Það skyldi þó aldrei enda þannig að Ísland taki Ólympíugull í skautahlaupi einn daginn?

Íþróttadeild RÚV ræddi við fulltrúa Skautasambandsins og keppenda um þessa „nýju-gömlu“ íþrótt.Fyrir hraða- og spennufíkla

Keppt hefur verið í listskautum og íshokkí hér á landi um árabil. Nú er kominn kraftur í skautahlaupið en iðkendur hafa æft á Akureyri síðasta árið.

„Við erum að kynna þessa nýju íþróttagrein, sem er nýgömul á Íslandi. Hún var iðkuð til ársins 1980 á Akureyri og heitir skauthlaup. „Hún er kölluð skautat á góðri íslensku,“ sagði Þóra Gunnarsdóttir frá Skautasambandi Íslands.

Er þetta erfið íþrótt?

„Já, ég myndi segja það.“ Hún gengur út á hraða og hver er fyrstur í mark. Hún er þar af leiðandi fyrir hraða- og spennufíkla, og einnig þá sem hafa gaman af því að skauta og eru ekkert að gera neitt annað. Hvorki að kasta undan sér pökki eða fara í einhverjar krúsídúllur á ísnum. En þetta er mikil áreynsla á læri og hentar vel fyrir þá íþróttamenn sem eru til dæmis á gönguskíðum, línuskautum eða hjólreiðum.“

Síðasta skautahlaup fór fram á Akureyri árið 1980. Þá var einungis hægt að stunda íþróttina á 400 metra langri braut. En síðan þá hefur keppnisfyrirkomulag breyst þar sem hægt er að keppa á styttri brautum. Auk þess hefur glæsileg skautaðstaða risið í Laugardalnum, Grafarvogi og á Akureyri.

Áhugasamir geta skráð sig á póstlista á síðunni www.iceskate.is.

„Þú þarft að kunna á skauta ef þú vilt geta eitthvað í þessu. En þetta er sport sem ég held að allir ættu að geta leikið sér í.“

Sport sem allir ættu að geta leikið sér í

Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á mbl.is, var einn af keppendum dagsins. Þar mættust reyndir og óreyndir skautarar. „Mér leið allt í lagi. Ég hefði viljað lúkka aðeins betur, en mér leið bara vel. Það er alltaf gaman á skautum. Þú þarft að kunna á skauta ef þú vilt geta eitthvað í þessu. En þetta er sport sem ég held að allir ættu að geta leikið sér í.“

En sér Bjarni fyrir sér vaxtarmöguleika fyrir íþróttina hér á landi?

„Já, klárlega. Ég held það. Ég vil ekki draga fólk niður, eða draga úr einhverjum íþróttum, en kannski ef við horfum á íþróttir sem fara fram á ís. Þá eins og íshokkí og listdans. Það krefst mikilla æfinga. Þetta er fyrir alla, allavega til að byrja að æfa. Það er breiðari hópur sem getur stundað þessa íþrótt og náð langt í henni,“ sagði Bjarni.


Þessi grein er tekin af ruv.is fréttina má sjá
hér



The body content of your post goes here. To edit this text, click on it and delete this default text and start typing your own or paste your own from a different source.

By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: