Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin árlega dagana 23. – 30. september í yfir 30 Evrópulöndum.
Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.
Líkt og undanfarin ár mun Fræðslu – og almenningsíþróttasvið ÍSÍ í samstarfi við sveitarfélög, framhaldsskóla, íþróttahéruð, íþróttafélög og annarra aðila halda áfram að efla Íþróttaviku Evrópu um allt land. Mikilvægt er að fá sem flesta aðila með okkur í lið við það að hvetja landsmenn til að hreyfa sig og finna sér hreyfingu við hæfi sem er jafnframt skemmtileg.
Á forsíðu www.beactive.is má skoða hvað hefur verið gert undanfarin ár og einnig hér á Facebooksíðu verkefnisins.
Fyrir allar frekari upplýsingar og hugmyndir má hafa samband við starfsfólk Fræðslu- og almenningsíþróttasviðs ÍSÍ á netfangið beactive@isi.is