Í Íþróttaviku Evrópu / Europian week of sport verður boðið upp á troðfulla dagskrá hér í Sveitarfélaginu Hornafirði. Því eru allir hvattir til að hreyfa sig, ganga eða hjóla í vinnu, fara í göngu- og hjólatúra en einnig að taka þátt í þeim viðburðum sem boðið verður upp á. Til að mynda ætla íþróttafélögin og íþróttafólkið okkar að bjóða upp á fullt af opnum tímum og verða þeir auglýstir nánar á vefsíðu sveitarfélagsins, Facebook og í Eystrahorni á næstu dögum. Hér eru nánari upplýsingar um netsíður íþróttavikunnar. Heimasíða og fésbókarsíða verkefnisins