Blog Layout

Dagskrá Íþróttaviku Evrópu 2023 í Grindavík

LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER

FJÖLSKYLDURATLEIKUR ÞRUMUNNAR
Unglingar í Félagsmiðstöðinni Þrumunni bjóða íbúum í fjársjóðsleit. Fjölskyldur eru hvattar til þess að fara saman í göngutúr og taka þátt í leitinni saman.

KYNNING Á HESTAMANNAFÉLAGINU BRIMFAXA
13:00-14:00, Reiðhöllin
Hestamannafélagið Brimfaxi býður gestum í heimsókn. Reiðhöllin verður opin, kaffi í boði og knapar verða við æfingar sem gestir geta fylgst með. Hesthúsið að Hópsheiði 9 verður jafnframt opið gestum sem vilja kynna sér aðstöðuna.


SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER

KYNNING Á HESTAMANNAFÉLAGINU BRIMFAXA
13:00-14:00, Reiðhöllin
Hestamannafélagið Brimfaxi býður gestum í heimsókn. Reiðhöllin verður opin, kaffi í boði og knapar verða við æfingar sem gestir geta fylgst með. Hesthúsið að Hópsheiði 9 verður jafnframt opið gestum sem vilja kynna sér aðstöðuna.

SÖNGMESSA
20:00, Grindavíkurkirkja
Fátt er betra fyrir líkama og sál en söngur. Grindavíkurkirkja mun hljóma saman í samsöng sem kirkjukórinn leiðir ásamt Kristjáni Hrannari Pálssyni organista og sr. Elínborgu Gísladóttur. Eftir messu verður boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu.


MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
6:00, 12:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

ÞOLÞJÁLFUN FYRIR 65 ÁRA OG ELDRI
8:00 og 9:00, Hópið
Þolþjálfun fyrir 65 ára og eldri í boði Janusar heilsueflingar. Æfingin felur í sér hreyfiteygjur, léttar virknisæfingar, þolþjálfun/göngu, teygjur og stuttar öndunaræfingar. ZUMBA GOLD 11:00, Íþróttahúsið Grindavík Félag eldri borgara í Grindavík býður eldri borgurum í kynningartíma í Zumba Gold undir leiðsögn Jeanette Sicat.

STÓLAJÓGA OG ILJANUDD
12:00, Íþróttahúsið Grindavík
Janus heilsuefling býður íbúum, 65 ára og eldri, upp á stólajóga og iljanudd.

HEILAHEILSA
20:00, Kvikan
Dr. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði segir frá mikilvægi heilaheilsu og hvernig fjölbreytt hugarþjálfun skiptir sköpum þegar viðhalda á góðri heilaheilsu út lífið. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum þeim vilja fræðast um heilann og heilaheilsu.


ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
6:00, 12:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

STYRKTARÞJÁLFUN FYRIR 65 ÁRA OG ELDRI
8:00-10:00, Gym heilsa
Þjálfari er á staðnum í líkamsræktinni og kynnir fólk fyrir tækjum í salnum.

BOCCIA
13:00, Íþróttahúsið Grindavík
Félag eldri borgara í Grindavík býður upp á kynningu á boccia. Öll velkomin!

GÖNGUFERÐ MEÐ FJALLAFJÖRI
16:15, Heilsuleikskólinn Krókur
Börnum og fjölskyldum á Heilsuleikskólanum Króki býðst að fara í ferð með Fjallafjöri. Skráningar er þörf. Sjá tölvupóst sem sendur var út á foreldra. 

JAFNRÉTTISÞING
17:00, Gjáin
Grindavíkurbær og félög sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi í Grindavík standa fyrir jafnréttisþingi í Gjánni. Fjallað verður um jafnréttismál út frá víðu sjónarhorni auk þess sem unnið verður að úrbótaáætlun.
Hér má sjá viðburð

GRINDAVÍK - FJÖLNIR
19:15, HS Orku höllin
Meistaraflokkur kvenna í körfubolta leikur sinn fyrsta heimaleik í vetur. Grindvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og styðja stelpurnar.


MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER

BOCCIA
9:00, Íþróttahúsið Grindavík
Félag eldri borgara í Grindavík býður upp á kynningu á boccia. Öll velkomin!

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
12:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

HLÁTURJÓGA Á HAUSTFUNDI
19:30, Gjáin
Á fyrsta haustfundi Kvenfélags Grindavíkur mun Marta Eiríksdóttir, rithöfundur og jógakennari, kynna og kenna hláturjóga. Nýjar félagskonur velkomnar!


FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
6:00, 12:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

STYRKTARÞJÁLFUN FYRIR 65 ÁRA OG ELDRI
8:00 og 10:00, Gym heilsa
Þjálfari er á staðnum í líkamsræktinni og kynnir fólk fyrir tækjum í salnum.

SLÖKUNARJÓGA / JÓGA NIDRA
13:00, Miðgarður
Íbúum sem sækja dagdvölina í Miðgarði er boðið upp á jóga í boði Janusar heilsueflingar.


FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
6:00 og 17:15, Gymmið Grindavík
Opnir hóptímar í frábærum félagsskap!

BETRI HEILSA Á EFRI ÁRUM
14:00, Gjáin
Starfsfólk Janusar heilsueflingar flytur stutt erindi um mikilvægi heilsuræktar á efri árum.


LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER

FRÍTT Í SUND Í SUNDLAUG GRINDAVÍK
9:00-18:00, Sundlaug Grindavíkur
Sund er einstök heilsubót, hvort heldur það sé sumar eða vetur. Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu er frítt í sund í Grindavík síðasta laugardaginn í september.

OPNIR HÓPTÍMAR Í GYMMINU GRINDAVÍK
10:00, Gymmið Grindavík
Opinn hóptími í frábærum félagsskap!


ALLA VIKUNA

FJÖLSKYLDURATLEIKUR ÞRUMUNNAR
Unglingar í Félagsmiðstöðinni Þrumunni bjóða íbúum í fjársjóðsleit. Fjölskyldur eru hvattar til þess að fara saman í göngutúr og taka þátt í leitinni saman.

EILSUDAGAR Á BÓKASFNINU
Bókasafn Grindavíkur Bækur um hreyfingu, útivist, jóga og útileiki verða aðgengileg og til útláns á bókasafninu.

KOMDU Í KÖRFU!
Íþróttahúsið Grindavík Allar æfingar á vegum körfuknattleiksdeildar UMFG eru opnar nýjum iðkendum. Leikmenn meistaraflokka kíkja í heimsókn þessa viku. Hægt er að skoða æfingatíma á umfg.is. Komdu í körfu!


By Linda Laufdal November 5, 2024
Svipmyndir frá Íþróttaviku Evrópu 2024. Myndband
By Linda Laufdal October 10, 2024
Hér er skemmtileg frásögn frá Fjölbrautarskóla Suðurlands
By Linda Laufdal October 10, 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna
By Linda Laufdal October 8, 2024
Laugardaginn 12. október, kl. 13, verður Götuganga Akureyrar haldin í annað sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga saman tæplega 5 km leið meðfram Pollinum.
By Linda Laufdal October 8, 2024
Í gær kláraðist Íþróttavika Evrópu formlega hjá okkur hjá ÍBA þar sem haldinn var frábær fyrirlestur tengt næringu fyrir heilsu og árangur íþróttafólks. Fyrirlesturinn var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og HA
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Menntaskólanns á Ísafirði fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Héraðsambands Strandamanna fyrir Íþróttaviku Evrópu 2024
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Árborgar fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagskrá Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum fyrir Íþróttaviku Evrópu
By Linda Laufdal September 24, 2024
Hér má sjá dagsrká Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir Íþróttaviku Evrópu
More Posts
Share by: